Innlent

Stefán Máni fær Blóðdropann - Húsið framlag Íslands til Glerlykilsins

Hér eru þeir Sigurjón Kjartansson og Magnús Viðar Sigurðsson hjá RVK Studios með höfundinn Stefán Mána Sigþórsson á milli sín fyrir framan húsið innst í Kollafirði sem var fyrirmynd hússins í skáldsögunni Húsið
Hér eru þeir Sigurjón Kjartansson og Magnús Viðar Sigurðsson hjá RVK Studios með höfundinn Stefán Mána Sigþórsson á milli sín fyrir framan húsið innst í Kollafirði sem var fyrirmynd hússins í skáldsögunni Húsið


Dómnefnd Hins íslenska glæpaélags hefur valið Húsið eftir Stefán Mána sem bestu glæpasögu ársins 2012 og hlýtur Stefán því Blóðdropann árið 2013. Stefán Máni hlaut einnig Blóðdropann árið 2007 fyrir Skipið.

Húsið verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins árið 2014.

Í umsögn dómnefndar segir að Húsið sé vel fléttuð, hröð, spennandi og óhugguleg glæpasaga þar sem hið illa er viðfangsefnið. Verkið er blanda af hrollvekju-, glæpa- og spennusögu og í því má finna draugagang, miðla og skyggnigáfu, í bland við mennska illsku og reynt er að varpa ljósi á rætur hennar.

Í verkinu segir á einum stað: „Hið illa getur tekið sér bólfestu í hjarta mannsins… En hið illa er ekki maður.“

Barátta á milli góðs og ills er algengt umfjöllunarefni í bókmenntum og er einmitt það fóður sem knýr söguna áfram í þessari bók.

Bókin hefur farið sigurför en á dögunum var tilkynnt um að til stendur að kvikmynda söguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×