Erlent

Snowden flýgur til Moskvu

Bandarísk stjórnvöld ákærðu og gáfu út handtökuskipun á hendur Snowden í fyrradag.
Bandarísk stjórnvöld ákærðu og gáfu út handtökuskipun á hendur Snowden í fyrradag.
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden er á leið með rússneskri farþegaflugvél til Moskvu frá Hong Kong, en þetta kemur fram í frétt dagblaðsins South China Morning Post í morgun.

Bandarísk stjórnvöld ákærðu og gáfu út handtökuskipun á hendur Snowden í fyrradag, en hann upplýsti á dögunum um stórfellt eftirlit Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna með síma- og netnotkun fjölda Bandaríkjamanna.

Talið er að Snowden lendi í Moskvu síðdegis í dag en ekki er vitað hvert hann heldur í framhaldinu. Fréttastofa Sky segir hann mögulega á leið til Kúbu á meðan CBS telur hann á leið til Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×