Sport

Fimleikaeinvígið í Versölum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndir/Robert Bentia

Söguleg stund var í húsnæði fimleiksfélagsins Gerplu í gær þegar fyrsta Íslandsmótið í AT fimleikum fór fram. Í AT fimleikum keppa tveir keppendur á hverju áhaldi og því um úrslitaviðureign að ræða hverju sinni.

Mótið var liður í undirbúningi landsliðsfólksins fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara í Lúxemborg 26. maí - 2. júní og Norðurlandamót unglinga í Elverum í Noregi 24. - 26. maí.

Robert Bentia tók meðfylgjandi myndir í Versölum. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær. Úrslit á einstökum áhöldum urðu sem hér segir:

Gólf KK: Ólafur með 13,350 stig, Valgarð með 11,700 stig.

Stökk kvk: Norma með 13,650 stig, Thelma með 13,000 stig.

Bogahestur: Róbert með 13,250 stig, Ólafur með 8,550 stig.

Tvíslá kvk: Dominiqua með 11,800 stig og Tinna með 7,400 stig.

Hringir: Jón með 12,75 stig og Ólafur með 12,325 stig.

Stökk kk: Valgarð með 11,938 og Hrannar  með 11,713 stig.

Jafnvægisslá: Thelma með 11,400 stig og Jóhanna með 11,100 stig.

Tvíslá kk: Ólafur með 12,750 stig og Sigurður með 12,675 stig.

Gólf kvk: Hildur með 12,150 stig og Sigríður með 12,050 stig.

Svifrá: Róbert með 13,000 stig og Valgarð með 9,250 stig.

Keppendalisti
Mynd/Robert Bentia

Í karlaflokki

Ólafur Garðar Gunnarsson

Valgarð Reinharðsson

Róbert Kristmannsson

Jón Sigurður Gunnarsson

Hrannar Jónsson

Sigurður Andrés Sigurðarson

Í kvennaflokki

Thelma Rut Hermannsdóttir

Norma Dögg Róbertsdóttir

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir

Hildur Ólafsdóttir, Tinna Óðinsdóttir

Dominiqua Alma Belany

Jóhanna Rakel Jónasdóttir

Mynd/Robert Bentia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×