Sport

ÍA og KFR fögnuðu í Öskjuhlíðinni

KFR konur.
KFR konur.
ÍA og KFR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í keilu. ÍA vann í opnum flokki en KFR vann í kvennaflokki.

Fjórða og síðasta umferð Íslandsmóts félaga fór fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð á dögunum. Eftir hörkuspennandi keppni til lokaleiks var það ÍA sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni og tryggði sér titilinn Íslandsmeistari félaga í opnum flokki árið 2013 með 171 stig.

Flestum að óvörum þá voru það kvennaliðin sem veittu Skagamönnunum mesta keppni og voru öruggar í næstu tveimur sætum. ÍR konur voru í 2. sæti með 165,5 stig og KFR konur enduðu í 3. sæti með 161,5 stig. Alls tóku 8 lið þátt í keppninni í opnum flokki.

Í kvennaflokki voru það hins vegar KFR konur sem tryggðu sér öðru sinni titilinn Íslandsmeistari félaga í kvennaflokki með 59 stig. Þær unnu stórsigur á ÍR konum í síðustu umferðinni sem náðu ekki að verja titilinn og máttu sætta sig við 2. sætið með 47 stig. ÍFH konur enduðu í 3. sæti með 2 stig. Alls tóku 3 lið þátt í keppninni í kvennaflokki.

Í liði ÍA Ingi Geir Sveinsson, Guðmundur Sigurðsson, Magnús S. Guðmundsson, Skúli Freyr Sigurðsson, Hörður Einarsson, Kristján Þórðarson og Þorleifur Jón Hreiðarsson.

Í liði KFR kvenna Helga Sigurðardóttir, Elín Óskarsdóttir, Hafdís Pála Jónasdóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Ragna Matthíasdóttir.

Í liði ÍR kvenna Guðný Gunnarsdóttir, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Ástrós Pétursdóttir

Úrslit í opnum flokki:

 1. sæti ÍA 171 stig

 2. sæti ÍR konur 165,5 stig

 3. sæti KFR konur 161,5 stig

 4. sæti ÍR karlar 156 stig

 5. sæti KFR karlar 141 stig

 6. sæti KR 134 stig

 7. sæti ÍFH karlar 45 stig

 8. sæti ÍFH konur 34 stig

Úrslit í kvennaflokki:

 1. sæti KFR konur 59 stig

 2. sæti ÍR konur 47 stig

 3. sæti ÍFH konur 2 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×