Innlent

Hvalfjörður í keppni á Cannes

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í dag og stendur yfir til 26. maí. Meðal stuttmynda í aðalkeppninni er íslenska myndin Hvalfjörður, eða Whale Valley eins og hún nefnist á ensku.

Alls sóttu 3500 myndir frá 132 löndum um þátttöku og af þeim níu sem komust í aðalkeppnina eru þrjár frá Evrópu. Hvalfjörður er ein þeirra. Er það í þriðja sinn sem íslenskri stuttmynd hlotnast sá heiður.

Leikstjóri og handritshöfundur Hvalfjarðar, Guðmundur Arnar Guðmundsson, fer utan á föstudag ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Tökumaðurinn, Gunnar Auðunn Jóhannsson, verður einnig með í för en hann hefur unnið mikið sem aðstoðartökumaður í stærri myndum. Hvalfjörður er fyrsta verkefni hans sem aðaltökumaður.

Vísir frumsýnir sýnishorn úr myndinni sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×