Innlent

Fimmtán bankamenn eiga að svara ásökunum sérstaks saksóknara á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari. Embætti hans hefur gefið út ákærur á hendur þrettán bankamönnum sem verða þingfestar á morgun.
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari. Embætti hans hefur gefið út ákærur á hendur þrettán bankamönnum sem verða þingfestar á morgun.
Fimmtán fyrrverandi starfsmenn Kaupþings og Landsbankans eiga að mæta fyrir dóm á morgun þegar ákærur sérstaks saksóknara gegn þeim verða þingfestar. Í báðum tilfellum er um að ræða ákærur fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Í umfjöllun Fréttablaðsins um ákærurnar, þegar þær voru gefnar út, kom fram að mál Kaupþingsmannanna væri eitt stærsta mál sinnar tegundar í heiminum.

Landsbankamálið vakti líka mikla athygli þegar ákærurnar af því voru gefnar út. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, neitaði sök í viðtali við Stöð 2.

Hinir ákærðu eru:

- Kaupþing

Hreiðar Már Sigurðsson    

Sigurður Einarsson    

Ingólfur Helgason   

Einar Pálmi Sigmundsson    

Birnir Sær Björnsson

Pétur Kristinn Guðmarsson

Magnús Guðmundsson

Bjarki H Diego

Björk Þórarinsdóttir

- Landsbankinn

Sigurjón Þorvaldur Árnason

Ívar Guðjónsson

Júlíus Steinar Heiðarsson

Sigríður Elín Sigfúsdóttir

Sindri Sveinsson

Steinþór Gunnarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×