Lífið

Ég fíla stelpur sem borða

Sjarmörinn Kit Harrington er búinn að bræða mörg hjörtu sem Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Í nýjasta hefti Glamour talar hann um sína draumakonu.

"Hún verður að vera fyndin. Ég fíla stelpur sem taka mig ekki alvarlega. Það er mikilvægt að geta hlegið að hvort öðru. Og ég fíla stelpur sem borða. Ég vil frekar að hún panti sér hamborgara," segir Kit. Hann er með það á hreinu hvert hann myndi bjóða stúlku á fyrsta stefnumót.

Stillir sér upp með módeli.
"Maður vill ekki virka of ákafur, of rómantískur. Þá virðist maður vera að reyna of mikið. En mér finnst að nándin verði að vera til staðar. Þannig að ég myndi bjóða henni út að borða á stað sem er þægilegur, ekki með of mikið af fólki og sem selur gott vín."

Á deiti.
Heitur - heitir þó ekki Teitur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×