Innlent

Banaslys við Hvalfjarðargöngin

Mynd/Egill
Mynd/Egill
Banaslys varð á Akrafjallsvegi skammt norðan Hvalfjarðarganga um klukkan hálf þrjú í nótt. Jeppabifreið, sem ekið var til austurs, hafnaði framan á fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbifreiðarinnar lést.

Ökumaður jeppans var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús en hann er grunaður um ölvun við akstur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×