Sport

Sögulegt hjá Patrick

Danica er vinsæl.
Danica er vinsæl.
Kappaksturskonan Danica Patrick náði sögulegum áfanga í Daytona 500-kappakstrinum um helgina. Hún byrjaði fremst en endaði í áttunda sæti.

Það er besti árangur kvenökuþórs í þessari frægu keppni.

Patrick var fyrsta konan til þess að ræsa fremst en hún tapaði forystunni strax í fyrsta hring. Hún gafst þó ekki upp og leiddi um tíma eftir 90 hringi. Fyrir lokahringinn var hún í þriðja sæti en missti dampinn undir lokin.

"Þetta var frekar jafnt og tíðindalítið hjá mér," sagði Patrick eftir kappaksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×