Innlent

Reykjavíkurskákmótið hefst í dag

230 keppendur, þar af 170 erlendir frá 40 löndum muu keppa á Reykjavíkurskákmótinu sem sett verður í Hörpu síðdegis.

Þetta er í tuttugasta og áttunda skipti sem mótið er haldið og hefur það aldrei verið jafn fjölmennt og nú. Þá keppa nú fleiri stórmeistarar en nokkru sinni fyrr og tveir ungir heimsmeistarar taka þátt.

Aldursforseti mótsins er Friðrik Ólafsson stórmeistari, sem er 78 ára, en yngsti keppandinn, Óskar Víkingur Davíðsson er sjö ára. Mótið stendur til 28. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×