Sport

Halldór Helgason missti meðvitund

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Helgason.
Halldór Helgason.
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt.

Halldór var í fimmta og síðasta sæti síns riðils þegar hann átti eitt stökk eftir. Hann hefði þurft nánast fullkomið stökk til að komast áfram.

Hann reyndi því stökk með þreföldum snúningi. Lendingin misheppnaðist hins vegar og Halldór skall með höfuðið á harðan ísinn.

Greinilegt var að Halldór missti meðvitund þar sem hann lá hreyfingalaus í brekkunni. Hann komst þó aftur til meðvitundar innan skamms og gat svarað spurningum lækna auk þess að hreyfa útlimi.

Halldóri var settur í hálskraga og dreginn út af brautinni á sjúkrabörum sem komið var fyrir á sleða. Hann lyfti annarri hönd sinni og gaf þannig áhorfendum til kynna að í lagi væri með hann.

Halldór hlaut heilahristing og var fluttur á Aspen Valley spítalann til frekari skoðunar. Halldór var við keppni í "Big Air" stökki þegar slysið átti sér stað. Hann vann gull í þessari grein árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×