Innlent

Vilborg búin að ganga 1000 kílómetra

Vilborg Arna Gissurardóttir er búin að ganga ríflega 1000 kílómetra á leið sinni um Suðurpólinn. Hún náði þeim áfanga í gær að komast inná síðustu breiddargráðuna en aðstæður til göngu eru erfiðar, nýsnævi, mikill vindur og lítið skyggni. Þá frýs allt sem frosið getur nema það sem er í hitabrúsanum.

Hún á aðeins 110 kílómetra eftir í beinni loftlínu til að ná á Suðurpólinn, það er álíka langt og vegalengdin frá Reykjavík til Hvolsvallar. Hægt er að fylgjast með Vilborgu á bloggsíðu hennar lífsspor.is.

Á meðan á göngu hennar stendur safnar hún áheitum fyrir Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.