Innlent

Fékk magakveisu á lokametrunum

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir.

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir fékk magakveisu í gær þegar Hún átti aðeins 55 kílómetra eftir af göngunni en hún er búin að ganga síðan í nóvember. Í bloggi sem hún heldur úti skrifar Vilborg:

„Stundum fara dagarnir öðruvísi en maður ætlar. Ég þurfti að liggja fyrir i dag [í gær] þar sem ég fékk magakveisu."

Það varð Vilborgu til happs að veikindin gengu fljótt yfir. Hún fékk matarlystina á ný í gær og segist hafa byggt sig upp með mat og drykk. „Ég næ mér af þessu fljótt og vel," skrifaði Vilborg sem er búin að ganga vel yfir þúsund kílómetra.

Hún ætti því að ná marki sínu fyrir lok vikunnar gangi allt eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.