Innlent

Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar

KÓP skrifar
Róbert Marshall
Róbert Marshall

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor.

Róbert vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að tilkynna um áform sín í dag.

Róbert skipaði þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar og er áttundi þingmaður kjördæmisins. Þá var hann varaþingmaður fyrir flokkinn á síðasta kjörtímabili. Hann er annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Róbert hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram í Reykjavík í vor og samkvæmt heimildum blaðsins breyta flokkaskiptin engu þar um.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.