Skoðun
Örn Bárður Jónsson
fv. fulltrúi í Stjórnlagaráði

Hálfkák

Örn Bárður Jónsson skrifar

Í fjölmiðlum hafa tveir fv. nefndarmenn í stjórnlaganefnd, þeir Skúli Magnússon og Ágúst Þór Árnason, kallað eftir lagfæringum á stjórnarskrá Íslands en ekki nýrri. Þeir sem sjálfir settu fram róttækar hugmyndir um nýja stjórnarskrá vilja nú ekki frumvarp Stjórnlagaráðs og tala fyrir eins konar upphituðum 1944-rétti. Má ég þá heldur biðja um nýeldaða veislumáltíð úr nýju og fersku hráefni. Þeim hugnast ekki að byrja með autt blað en vilja kalla efir lagfæringum og endurbótum á núverandi stjórnarskrá. Í því sambandi er við hæfi að rifja upp orð Krists sem mælti fram forðum daga þessa klassísku speki:

„Enginn lætur bót af óþæfðum dúk á gamalt fat því þá rífur bótin út frá sér og verður af verri rifa. Ekki láta menn heldur nýtt vín á gamla belgi því þá springa belgirnir og vínið fer niður en belgirnir ónýtast. Menn láta nýtt vín á nýja belgi og varðveitist þá hvort tveggja."
Hvað finnst þér?
Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.