Viðskipti innlent

Einu skipi verður lagt í hagræðingarskyni

bergey Eftir kaupin á Síldarvinnslan fjögur skip, þar með talið Bergey. Fækkað verður um eitt skip.
Mynd/óskar P. friðriksson
bergey Eftir kaupin á Síldarvinnslan fjögur skip, þar með talið Bergey. Fækkað verður um eitt skip. Mynd/óskar P. friðriksson
Síldarvinnslan í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Kaupverðið er trúnaðarmál, en kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Bergur-Huginn var í eigu Magnúsar Kristjánssonar, útgerðarmanns í Eyjum. Í yfirlýsingu frá honum segir að með sölunni ljúki útgerðarsögu hans, sem staðið hafi óslitið síðustu fjörutíu ár í Vestmanneyjum.

Bergur-Huginn gerir út tvo togbáta og hefur yfir að ráða aflaheimildum sem nema tæpum 5.000 þorskígildistonnum. Hjá félaginu starfa 35 manns, flestir til sjós, en fyrirtækið rekur ekki landvinnslu. Fyrir á SVN tvo togbáta.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN, segir að einu skipi af fjórum verði lagt í hagræðingarskyni.

„Við teljum að við þurfum að fækka um skip í hagræðingarskyni til að fá það út úr rekstrinum sem þarf til að borga af skuldbindingum og auknum álögum. Veiðileyfagjald mun hækka og það er aukin krafa á okkur um aukna hagræðingu til að geta staðið undir skuldbindingum."

Gunnþór segir lítið hægt að segja á þessu stigi um hvaða áhrif kaupin hafi á starfsemina í Eyjum. „Fyrirtækið Bergur-Huginn verður rekið áfram sem fyrirtæki í útgerð í Vestmannaeyjum."- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×