Erlent

Morðrannsókn hafin

Jasser arafat
Jasser arafat
Frönsk dómsmálayfirvöld rannsaka nú fráfall Jassers Arafats, fyrrum leiðtoga Palestínu, til að fá úr því skorið hvort hann hafi verið myrtur.

Arafat lést á hersjúkrahúsi í París árið 2004 en þangað leitaði hann lækninga við veikindum sem höfðu hrjáð hann um nokkurt skeið. Niðurstöður rannsóknar á persónulegum eigum Arafats sýndu töluvert magn af póloni í sýnum sem tekin voru. Pólon er geislavirkt frumefni sem meðal annars dró rússneska njósnarann Alexander Litvinenko til dauða.

Lík Arafats var ekki krufið á sínum tíma en stjórnvöld í Palestínu hafa gefið leyfi til þess að grafa upp jarðneskar leifar leiðtogans. Eftir lát hans vaknaði strax grunur um að Arafat hefði verið byrlað eitur en málið komst aftur í hámæli eftir rannsókn sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×