Erlent

Sögð hafa sett sig sjálf í hættu

Sarah, Craig og Cindy Corrie Systir og foreldrar Rachel Corrie stuttu fyrir dómsuppkvaðningu.nordicphotos/AFP
Sarah, Craig og Cindy Corrie Systir og foreldrar Rachel Corrie stuttu fyrir dómsuppkvaðningu.nordicphotos/AFP
„Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mannréttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki," sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísrael hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns hennar, Craig.

Þau fóru fram á táknrænar skaðabætur upp á einn Bandaríkjadal vegna láts dóttur þeirra, Rachel Corrie, sem varð undir jarðýtu ísraelska hersins þegar hún tók þátt í mótmælum gegn niður- rifi heimila Palestínumanna á Gasasvæðinu árið 2003.

Dómstóllinn sagði lát hennar hafa stafað af slysi, sem hún sjálf ætti sök á. Hún hefði sjálf komið sér í þá hættu, sem kostaði hana lífið.

Vitni að atvikinu hafa fullyrt að ýtustjórinn hafi vísvitandi ekið á Corrie. Foreldrar hennar töldu ýtustjórann hafa sýnt gáleysi og byggðu mál sitt gegn ísraelska ríkinu og ísraelska hernum á því.

Þau hafa varið 200 þúsund dölum í málflutninginn, eða jafnvirði nærri 25 milljarða króna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×