Viðskipti innlent

Viðunandi hagnaður

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 1 milljarði íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði var hins vegar 46,9 milljónir dala, eða sem nemur 5,7 milljörðum króna. Til samanburðar var hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 50,5 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.

„Rekstur Landsvirkjunar á fyrri hluta ársins hefur gengið vel, skrifað var undir raforkusamninga við tvo nýja viðskiptavini, raforkuvinnslan gekk vel og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að mestu leyti á áætlun," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og bætir við: „Afkoma fyrri hluta ársins er vel viðunandi í ljósi efnahagsástands í heiminum."- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×