Innlent

Vilja tafarlausar framkvæmdir

Fjölbýli Þarf 1.500 nýjar íbúðir á markað árlega.fréttablaðið/stefán
Fjölbýli Þarf 1.500 nýjar íbúðir á markað árlega.fréttablaðið/stefán
Samtök iðnaðarins vara við því að ef nýframkvæmdir á íbúðamarkaði fari ekki af stað bráðlega sé hætta á því að til komi vöntun á íbúðum, jafnvel fyrr en áður var talið.

SI stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er sú að íbúðir í fjölbýli, sem eru fokheldar og lengra komnar, eru 545 talsins. Þar af eru ekki nema 192 íbúðir íbúðarhæfar og hefur fækkað um 292 á innan við ári.

Talið er að árlega þurfi um 1.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn og eru íbúðir í byggingu því innan við áætlaða ársþörf. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×