Innlent

Sá eftirlýsti er enn ófundinn

Steinar aubertsson
Steinar aubertsson
Steinar Aubertsson, 29 ára maður sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu eftir með aðstoð Interpol í lok júní vegna fíkniefnamáls, er enn ófundinn. Fjórir hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í málinu, en hann er ekki þeirra á meðal.

Í málinu er tvennt, karl og kona, ákært fyrir að skipuleggja innflutning á tæpu kílói af kókaíni til landsins. Rúmur helmingur þess fannst í farangri móður konunnar og manns hennar, en þau eru jafnframt ákærð fyrir að flytja efnin hingað til lands. Ákæran verður þingfest á fimmtudag. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×