Innlent

Koss fyrir heilsuna

Koss fyrir heilsuna 
Kossar geta verið góðir fyrir heilsu fólks.
nordicphotos/getty
Koss fyrir heilsuna Kossar geta verið góðir fyrir heilsu fólks. nordicphotos/getty
Kossar eru ekki aðeins góðir fyrir sambandið við makann heldur geta þeir einnig verið góðir fyrir heilsu fólks ef marka má rannsóknir á þessu saklausa athæfi.

Samkvæmt rannsóknum eykur koss munnvatnsframleiðslu manna og á munnvatn að vera góð bakteríuvörn fyrir tennur. Góður koss brennir einnig hitaeiningum, allt að tveimur upp í sex hitaeiningar á mínútu, og liðkar einnig andlitsvöðva sem að öllu jöfnu eru lítið í notkun og kemur þannig í veg fyrir hrukkumyndum.

Séu þetta ekki nógu góðar ástæður til að smella einum kossi á ástina sína þá framkallar koss hormónið oxytósín sem minnkar streitu hjá fólki og hjálpar því að slappa af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×