Innlent

Ekki tilefni til verðlækkunar

á ársfundi Landdsvirkjunar Steingrímur segir verðstefnu Landsvirkjunar, um að vera 30 til 50% undir Evrópumarkaði skynsamlega.
á ársfundi Landdsvirkjunar Steingrímur segir verðstefnu Landsvirkjunar, um að vera 30 til 50% undir Evrópumarkaði skynsamlega.
Steingrímur J. Sigfússon iðnaðarráðherra telur ekki tilefni til að endurskoða verðstefnu Landsvirkjunar varðandi raforku. Fréttablaðið sagði frá því í gær að raforkuverð hefði lækkað víða um heim, einkum í Bandaríkjunum, og stóriðjufyrirtæki væru að hugleiða enduropnun lokaðra verksmiðja.

Steingrímur segir verðmyndunina algjörlega í höndum Landsvirkjunar. „Það stendur ekki til að grípa fram fyrir hendurnar á Landsvirkjun í gamla stílnum," segir Steingrímur. Samningar um raforku eigi að vera á viðskiptalegum forsendum. Iðnaðarráðherra segir Landsvirkjun fullfæra um að meta stöðuna og sækja hærra verð með samningum. Það hafi tekist og undanfarin ár hafi náðst hærri samningar en áður hafi sést. „Við erum á leið í þá átt að ná í hluta af þeim mikla verðmun sem var á raforku hér og annars staðar."

Steingrímur segir stefnu Landsvirkjunar um að vera 30 til 50 prósentum undir markaðsverði í Evrópu skynsamlega. „Við þurfum ekki að fara á taugum þó raforkuverð í Bandaríkjunum lækki tímabundið vegna offramboðs. Við verðum að reyna að læsa inni í hagkerfinu sem mest af þessari auðlind eins og öðrum. Það er engin þörf á stefnubreytingu hvað þetta varðar."- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×