Innlent

Ólafur með forskot á Þóru

Forsetakosningarnar fara fram eftir slétta viku, þann 30. júní næstkomandi.Fréttablaðið/Valli
Forsetakosningarnar fara fram eftir slétta viku, þann 30. júní næstkomandi.Fréttablaðið/Valli
ForsetakjörÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur tæplega 8 prósentustiga forskot á Þóru Arnórsdóttur samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi forsetaframbjóðenda.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,5% myndu kjósa Ólaf Ragnar og 36,9% Þóru Arnórsdóttur. Þá sögðust 10,1% myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson og 4,6% Herdísi Þorgeirsdóttur. Loks sögðust 2,0% myndu kjósa Andreu J. Ólafsdóttur og 1,9% Hannes Bjarnason.

Könnunin var framkvæmd 13. til 19. júní 2012. Alls svöruðu könnuninni 1.816 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. - mþl



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×