Lífið

Björgólfur og Kristín sendu vínilboðskort

Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir.
Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir.
Hjónakornin Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir létu pússa sig saman í kyrrþey fyrir rúmu ári síðan, eftir tólf ára samband, en héldu enga veislu af því tilefni.

Nú herma fréttir að úr eigi að bæta og boðskort hafi verið send út. Kortin eru hins vegar af óhefðbundnari gerðinni. Um er að ræða 45 snúninga vínilplötu þar sem fram koma nánari upplýsingar um stað og stund. Þá er bara spurning hvort boðsgestir eigi plötuspilara til að hlusta á „kortið". Vínillinn hefur hins vegar gengið í gegnum endurnýjun lífdaga síðustu misseri þannig að enginn ætti að missa af herlegheitunum sökum spilaraleysis.

Á góðæristímanum var Björgólfur þekktur fyrir að halda magnaðar veislur, þar sem stjörnur eins og rapparinn 50 Cent komu fram. Þau Björgólfur og Kristín eignuðust sitt þriðja barn síðasta haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×