Lífið

Fegurðin í röðinni

Unnur Steinsson og Linda P.
Unnur Steinsson og Linda P.
Ein með öllu er ótvíræður þjóðarréttur Íslendinga, sem endurspeglast í gríðarlegri sölu á réttinum á útsölustöðum um allt land. Löng röð myndast fyrir utan Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur dag hvern, en þangað sækir fólk úr öllum þjóðfélagshópum.

Leigubílstjórar, námsmenn, alþingisfólk og ferðamenn mæta oftast á svæðið, en á miðvikudag voru fegurðardrottningar áberandi í röðinni. Linda P. og Unnur Steinsson biðu rólegar og urðu til þess að þeir sem biðu eftir pylsum gleymdu um stund kaloríufjöldanum í remúlaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×