Innlent

Ólíkar áherslur í fyrirsögnum

Geir Haarde ræðir við fjölmiðla Málið hefur vakið athygli erlendis.fréttablaðið/Stefán
Geir Haarde ræðir við fjölmiðla Málið hefur vakið athygli erlendis.fréttablaðið/Stefán
Fjölmiðlar Í frásögnum erlendra fjölmiðla af úrskurði Landsdóms er í fyrirsögnum ýmist lögð áhersla á að Geir Haarde hafi verið sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, eða að dómstóllinn hafi ekki séð ástæðu til að gera honum refsingu.

„Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands er meðsekur í fjármálakreppunni," segir til dæmis í þýska tímaritinu Der Spiegel, en norska dagblaðið Aftenposten segir: „Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands sleppur við refsingu fyrir aðild sína að bankahruninu."

Fjallað er um málið meðal annars í dagblöðunum The New York Times, The Guardian, Financial Times og Le Monde, skýrt frá niðurstöðum dómstólsins en ekki farið ítarlega ofan í málavöxtu.

Víða er tekið fram að Geir Haarde sé fyrsti þjóðarleiðtoginn, og jafnvel fyrsti stjórnmálamaðurinn, sem dreginn hefur verið fyrir dóm vegna athafna sinna eða athafnaleysis í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008.

Vitnað er í orð Geirs um að málaferlin hafi verið fáránleg og dómurinn sé hlægilegur. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×