Innlent

Höfum þegar brugðist við gagnrýninni

jóhanna sigurðardóttir
jóhanna sigurðardóttir
„Það er mjög gott að komin sé niðurstaða í þetta erfiða mál. Hún kom mér aðeins á óvart, en ég hafði ekki séð ástæðu til þess að ákæra Geir. Hann er sýknaður í þremur af fjórum atriðum og það má kannski segja að það sem hann er sakfelldur fyrir sé það sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar var verulegur áfellisdómur á stjórnsýsluna og skort á formfestu," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Hún segir ríkisstjórnina þegar hafa brugðist við þeirri gagnrýni að miklu leyti. Skipaðar hafi verið ráðherranefndir um veigamikil mál og fundargerðir þeirra fari fyrir ríkisstjórnarfundi. Þá sé í lögum um stjórnarráðið að öll mikilvæg stjórnarverkefni eigi að ræðast í ríkisstjórn.

Jóhanna vill að stjórn og stjórnarandstaða setjist yfir lög um Landsdóm og breyti þeim. Ekki sé eðlilegt að þingmenn séu settir í hlutverk ákæruvalds.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×