Lífið

Popparar á La Bohéme

John Grant.
John Grant.
Óperan La Bohéme var flutt í sjötta og síðasta sinn í Eldborgarsal Hörpunnar á laugardagskvöld við góðar undirtektir. Svo virðist sem hópur poppara hafi viljað víkka út sjóndeildarhring sinn á óperunni því á meðal gesta voru Daníel Ágúst og Högni Egilsson úr hljómsveitinni GusGus, plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson og bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann er einmitt að vinna að næstu sólóplötu sinni hér á landi í samstarfi við Bigga Veiru úr GusGus. Hópurinn var að fagna afmæli Stephans Stephansen tónlistarmanns í GusGus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×