Lífið

Klókur útgefandi

Haraldur Leví.
Haraldur Leví.
Þegar Haraldur Leví og unga útgáfufyrirtækið hans, Record Records, sömdu við Of Monsters and Men skömmu eftir að hljómsveitin vann Músíktilraunir vissu fáir af storminum sem var í aðsigi. Nema Haraldur sem var handviss um að hljómsveitin næði langt, sem nú hefur komið á daginn.

Hann er ekki hættur og hefur samið við hljómsveitina Retro Stefson um útgáfu á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar hér á landi. Haraldur er klókur, en Retro Stefson er eflaust einn af feitari bitum á markaðnum. Hljómsveitin er að gera gríðarlega góða hluti um þessar mundir og nýrrar plötu er beðið með mikilli eftirvæntingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×