Lífið

Jóga linnir skólakvíða

Nemendur sem stunda jógaæfingar eiga síður á hættu að finna til kvíða en þeir sem ekki gera það.
Nemendur sem stunda jógaæfingar eiga síður á hættu að finna til kvíða en þeir sem ekki gera það. nordicphotos/getty
HeilsaRegluleg jógaiðkun bætir andlega heilsu ungmenna, þetta leiddi ný rannsókn á vegum Harvard Medical School í ljós.

Um fimmtíu menntaskólanemar tóku þátt í rannsókninni og iðkaði helmingur þeirra jóga í stað þess að taka þátt í venjulegum skólaíþróttum. Rannsóknin sýndi fram á að hópurinn sem stundaði jóga reglulega átti síður á hættu að finna fyrir streitu og kvíða heldur en þeir sem tóku aðeins þátt í venjulegum íþróttatíma á vegum skólans.

Nemendurnir stunduðu blöndu af kripalu-jóga, hugleiðslu og öndunaræfingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×