Lífið

Koma fram hjá Fallon

Sveitin kemur fram í þætti Jimmy Fallon í maí.
Sveitin kemur fram í þætti Jimmy Fallon í maí.
Velgengni Nönnu Bryndísar og félaga í Of Monsters and Men í Bandaríkjunum er á allra vörum. Plata hljómsveitarinnar, My Head Is an Animal situr í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans og seldist í 55 þúsund eintökum vestanhafs í síðustu viku.

Nú á að hamra járnið á meðan það er heitt, en Of Monsters and Men kemur fram í spjallþætti Jimmy Fallon í maí. Verður það í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur fram í þætti á einni af stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum, en þátturinn er sýndur á NBC. -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×