Samstarf

Merkja, prenta, gera og græja

Bjarki Clausen eigandi Merkiverks. Fyrirtækið er nýlega flutt á Smiðjuveg 3.mynd/stefán
Bjarki Clausen eigandi Merkiverks. Fyrirtækið er nýlega flutt á Smiðjuveg 3.mynd/stefán
„Merkiverk tekur að sér allar fyrirtækjamerkingar, bílamerkingar og skilti auk þess að prenta á boli, flestan fatnað, vinnuföt og fleira,“ segir Bjarki Clausen, eigandi Merkiverks á Smiðjuvegi 3. „Merkiverk sker einnig sandblástursfilmur í glugga og sturtugler. Þá prentar Merkiverk á ýmsa smávöru svo sem lyklakippur, bolla, penna og límbönd. Einnig ljósmyndir á striga, álplötur og foamplötur. Merkiverk prentar límbönd í Kópavogi og býður upp á prentun á pvc, solvent og polypropilynlímbönd. „Við eigum á lager límbönd sem eru merkt „brothætt“ „kælivara“ og „frystivara“ og fleira í þeim dúr og eins erum við með sérmerkt límbönd fyrir fólk sem er að flytja sem eru þá merkt „eldhús“, „stofa”, „bækur,“ brothætt“ og fleira. Við getum prentað í allt að þrem litum,“ útskýrir Bjarki og bendir á síðuna www.limbond.is Hann segir verð á sérframleiddum, áprentuðum límbandsrúllum geti jafnvel verið lægra en verð á ómerktum límbandsrúllum keyptum í byggingavöruverslun eða stórmörkuðum. „Afgreiðslufresturinn á límböndunum er einnig stuttur, þar sem límböndin eru prentuð hjá okkur en ekki erlendis. Lágmarksmagn í prentun er aðeins 36 rúllur og því auðvelt fyrir lítil fyrirtæki eða einstaklinga að láta sérframleiða fyrir sig límbönd. Merkiverk flytur einnig inn vandaða penna frá ítalska fyrirtækinu Stilolinea og bendir Bjarki á heimsíðuna www.stilolinea.it Hjá Merkiverk starfar hönnuður en einnig geta viðskiptavinir skilað inn efni tilbúnu fyrir prent. Nánari upplýsingar er að finna á www.merkiverk.is og einnig á facebook síðu Merkiverks.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×