Erlent

Umdeilt leikrit byggt á stefnuskrá Anders Breivik sett á svið

mynd/ afp.
Lítið leikhús í Ósló hyggst setja á svið umdeilt leikrit byggt á stefnuskrá hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik í haust.

Leikritið er eftir danska leikstjórann Christian Lollike, sem ætlar einnig að leika Breivik. Leikritið heitir Manifesto 2083 og vísar í árið sem Breivik heldur að hugmyndafræði hans muni sigra. Verkið verður einleikur.

Þótt ekki eigi að frumsýna leikritið fyrr en í haust hefur það þegar vakið sterk viðbrögð. Samtök fórnarlamba og aðstandenda þeirra eru hneyksluð á leikritinu. Aðstandendur þess segja leikritið hins vegar vera mikilvægt. Þeir muni taka tillit til fórnarlambanna en árás Breiviks hafi ekki bara verið árás á þau, heldur samfélagið allt.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×