Lífið

Glæsileiki á Golden Globe

George Clooney fór heim með Golden Globe styttu en hann var valinn leikari ársins. Hann fagnaði með kærustu sinni Stacy Kiebler.
George Clooney fór heim með Golden Globe styttu en hann var valinn leikari ársins. Hann fagnaði með kærustu sinni Stacy Kiebler.
Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram með pompi og pragt á sunnudaginn í Los Angeles. Fræga fólkið gekk varlega niður rauða dregilinn enda í sviðsljósinu og ekki gott að stíga feilspor, sérstaklega ekki í fatavali. Kjólarnir sem sáust á hátíðinni voru flestir fallegir og var hið svokallaða „hafmeyjusnið“ áberandi.

Frískandi litir og kvenleg snið einkenndu kjólana á rauða dreglinum á Golden Globe í ár. Kvikmyndin The Descendants, með George Clooney í fararbroddi, var sigurvegari kvöldsins sem og kvikmyndin The Artist. Meryl Streep var valin leikkona ársins í dramaflokki fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady.

nordicphotos/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×