Innlent

Björgunarsveitamenn hættir leit að strokufanganum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leitað við Litla-Hraun í dag.
Leitað við Litla-Hraun í dag.

Björgunarsveitamenn eru hættir að leita að Matthíasi Mána Erlingssyni, fanga sem strauk frá Litla-Hrauni, í dag. Um 50 björgunarsveitamenn voru við leit í dag, en jafnframt tóku fangaverðir og lögreglan þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu munu lögreglumenn halda áfram leit að honum. Þeir munu meðal annars fara yfir vísbendingar sem hafa borist.



Í dag fannst húfa við girðinguna, sem umlykur Litla-Hraun, og því er ljóst hvar Matthías fór yfir hana. Lögreglunni hefur ekki reynst unnt að byggja á öðrum vísbendingum sem henni hafa borist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×