Sport

Leikmaður Redskins fékk líflátshótanir á Twitter

Morgan braut heimskulega af sér undir lok leiksins og hér er verið að dæma á það. Þessi mistök hans kostuðu liðið sigur.
Morgan braut heimskulega af sér undir lok leiksins og hér er verið að dæma á það. Þessi mistök hans kostuðu liðið sigur.
Joshua Morgan, leikmaður Washington Redskins, gerði slæm mistök í leik liðsins gegn St. Louis um síðustu helgi sem líklega kostaði Redskins sigur í leiknum.

Hann fékk heldur betur að heyra það í kjölfarið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar beið hans allt frá almennu skítkasti upp í líflátshótanir.

"Það er ekki gaman að fara inn á Twitter og lesa líflátshótanir sem og hótanir um að drepa barnið manns," sagði Morgan.

"Maður sér allt litrófið þarna en ég má ekki láta það trufla mig. Ég hræðist ekki þessar hótanir."

Þó svo Morgan sé ekki að taka málið of alvarlega er félag hans með málið í skoðun.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×