Sport

Stefnumót með gulldrengnum Jóni Margeiri

Hin fjögur fræknu (frá vinstri): Helgi, Matthildur Ylfa, Jón Margeir og Kolbrún Alda
Hin fjögur fræknu (frá vinstri): Helgi, Matthildur Ylfa, Jón Margeir og Kolbrún Alda Mynd/Heimasíða ÍF
Landsmönnum gefst um helgina kostur á að snæða með fulltrúum Íslands á nýafstöðuna Ólympíumóti fatlaðra í London. Um er að ræða styrktarsamkomu í þágu Íþróttasambands fatlaðra en öll innkoma rennur til sambandsins.

Um er að ræða hádegismat að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins og hefjast herlegheitin á laugardaginn klukkan 12. Verð er 3.900 krónur fyrir fullorðna og 1.950 krónur fyrir 7-12 ára börn. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðskort í Bláa Lónið er innifalið í verði fyrir þá sem bóka fyrir kl. 16.00 föstudaginn 28. september.

Bláa Lónið og Íþróttasamband fatlaðra gerðu með sér samstarfssamning fyrir Ólympíumót fatlaðra í London í sumar. Samningurinn er til fjögurra ára og gildir fram yfir Ólympíumót fatlaðra í Ríó 2016.

Helgi Sveinsson, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Kolbrún Alda Stefánsdóttir og gullverðlaunahafinn Jón Margeir Sverrisson, fulltrúar Íslands á Ólympíumótinu í sumar, hafa þegar sett stefnuna á Ríó eftir fjögur ár.

Bókanir eru í síma 420 8800 eða sales@bluelagoon.is. Bóka þarf fyrir klukkan 16.00 á föstudag til að fá boðskort í Bláa Lónið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×