Lífið

Nýtt par á Emmy-hátíðinni

Leikkonan Emilia clarke er tekin saman við gamanleikarann Seth McFarlane.
Leikkonan Emilia clarke er tekin saman við gamanleikarann Seth McFarlane.
Leikkonan Emilia Clarke og Seth MacFarlane, höfundur Family Guy þáttanna, gætu verið nýtt par. Clarke og MacFarlane voru mynduð saman á Emmy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles á laugardaginn var.

Clarke hefur slegið í gegn sem Daenerys Targaryen í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en MacFarlane lék síðast í kvikmyndinni Ted ásamt Mark Wahlberg. Hann ljær einnig persónunum Peter Griffin, Brian Griffin og Stewie rödd sína í gamanþáttunum Family Guy. Að sögn sjónarvotta virtist parið hamingjusamt á hátíðinni.

"Hann lagði handlegginn oft yfir axlirnar á henni eða tók utan um mitti hennar og hún virtist alsæl," sagði einn sjónarvottur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×