Innlent

Obi-wan-Gnarr setti RIFF

Obi-Wan-Gnarr mættur galvaskur á svæðið. Engum sögum fer þó af Svarthöfða.
Obi-Wan-Gnarr mættur galvaskur á svæðið. Engum sögum fer þó af Svarthöfða.
RIFF var formlega sett í kvöld klukkan átta í Hörpu. Það var sjálfur Obi-Wan-Gnarr sem setti hátíðina, en borgarstjórinn, sem er kannski þekktari sem Jón Gnarr, skartaði nefnilega fallegu rauðu skeggi, geislasverði og hempu eins og hinn heimsfrægi andlegi leiðtogi Loga Geimgengils, Obi-Wan-Kenobi, sem lærði sín helstu brögð af þessari mögnuðu sögupersónu úr kvikmyndunum Star Wars. Elísabet Rónaldsdóttir flutti svo „hátíðar-gusuna" og Ari Eldjárn var kynnir kvöldsins.

Opnunarmynd RIFF í ár er nýjasta mynd Sólveigar Anspach, Queen of Montreuil. Hún verður viðstödd auk íslensku aðalleikaranna, mæðginanna Diddu Jónsdóttur og Úlfs Ægissonar.

Fjölmargar kvikmyndir, stuttmyndir og heimildarmyndir verða í boði á hátíðinni og má kynna sér dagskrána hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×