Sport

Ruðningsleikmaður rekinn eftir að hafa kysst 65 ára gamlan kærasta sinn

myndin tengist fréttinni ekki beint.
myndin tengist fréttinni ekki beint.
18 ára gamall ruðningsleikmaður i háskólaboltanum í Bandaríkjunum er að leita sér að nýjum skóla eftir að hann kyssti 65 ára gamlan kærasta sinn á leik. Hann var rekinn eftir það úr liðinu og hætti í kjölfarið í skólanum.

Drengurinn heitir Jamie Kuntz og gat ekki spilað fyrsta leik tímabilsins þar sem hann var að jafna sig eftir heilahristing.

Hann tók því leikinn upp á myndband úr blaðamannastúkunni. Þegar leið á lok leiksins, og liðið hans var að tapa með 40 stigum, kyssti hann kærastann sinn í stúkunni og urðu einhverjir liðsfélagar hans vitni að kossinum.

Þjálfarinn hans spurði hann út í atvikið í rútunni á leið heim eftir leikinn og þá sagði Kuntz að þetta hefði verið saklaus koss frá afa sínum.

Hann sá eftir því síðar og sagði rétt frá við þjálfarann. Sá ákvað að reka hann fyrir lygar. Kuntz telur að þjálfarinn hafi rekið hann fyrir að vera samkynhneigður.

"Fólk í þessum bæ er ekki vant því að sjá samkynhneigt fólk og hvað þá að hommi sé ruðningsleikmaður," sagði Kuntz.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×