Innlent

Leikstjóri Game of Thrones endurgerir Mýrina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Mýrinni.
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Mýrinni.
Leikstjóri Game of Thrones, Brian Kirk, mun leikstýra endurgerð á Mýrinni, sem Baltasar Kormákur gerði. Frá þessu er greint á vef Los Angeles Times. Eins og kunnugt er byggir myndin Mýrin á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, en um er að ræða eina af hans allra vinsælustu bókum. Aðalpersónur í Mýrinni eru Erlendur Sveinsson lögreglumaður, Sigurður Óli og Elínborg. Fram kemur í frétt Los Angeles Times að Baltasar Kormákur verður meðframleiðandi að myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×