Sport

Meistararnir hófu tímabilið á tapi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Ogletree átti stórleik fyrir Dallas í nótt.
Kevin Ogletree átti stórleik fyrir Dallas í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Nýtt tímabil hófst í NFL-deildinni í gær og byrjuðu meistararnir í New York Giants á því að tapa fyrir Dallas Cowboys í opnunarleik tímabilsins.

Kevin Ogletree varð óvænt stjarna leiksins en hann skoraði tvö snertimörk í nokkuð þægilegum sigri Dallas, 24-17. Miles Austin skoraði einnig snertimark fyrir Dallas.

Dallas hefndi þar með fyrir ófarirnar þegar að liðið tapaði fyrir Giants á lokadegi tímabilsins í fyrra. Giants komst áfram í úrslitakeppnina með sigrinum og varð síðan meistari. Dallas sat hins vegar eftir með sárt ennið eftir að miklar væntingar voru gerðar til liðsins.

Tony Romo kastaði samtals 307 jarda í leiknum og fyrir þremur snertimörkum. Eli Manning og félagar hans í Giants náðu sér hins vegar illa á strik gegn sterkri vörn Dallas.

Keppni í NFL-deildinni heldur áfram um helgina.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×