Sport

Big Ben mun taka fæðingu barnsins síns fram yfir leik með Steelers

Leikstjórnandi Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, Ben Roethlisberger, er að verða faðir í fyrsta skipti og hann tekur það hlutverk alvarlega. Svo alvarlega að hann mun taka fæðinguna fram yfir leik með Steelers.

"Það kemur ekki til greina að ég missi af fæðingu barnsins míns. Ekki að ræða það. Ég veit að sumir stuðningsmenn liðsins vilja ekki heyra þetta en svona er staðan," sagði Roethlisberger, sem oftast er kallaður Big Ben, ákveðinn.

Ekki kemur fram í fréttinni hvort hann hafi rætt málið við forráðamenn Steelers sem gætu hæglega skikkað hann til að spila á sama tíma enda greiða þeir honum himinhá laun.

Eiginkona Big Ben á von á barninu á miðju tímabili.

Á bekknum hjá Steelers eru tveir reyndir kappar - Byron Leftwich og Charlie Batch. Báðir með reynslu í deildinni en nokkuð frá því að vera eins öflugir og Big Ben.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×