Sport

Hálsbrotnaði eftir samstuð við samherja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Devon Walker, leikamður Tulane-háskólans í Bandaríkjunum, hálsbrotnaði í leik með liði sínu um helgina í bandaríska háskólaruðningnum.

Walker leikur sem varnarmaður og var viðstöddum skiljanlega brugðið þegar atvikið átti sér stað. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf væntanlega að fara í aðgerð á næstu dögum.

Enn er óvitað hvort hann hafi lamast en leikmaðurinn mun þó hafa sagst hafa fundið fyrir einhverri tilfinningu í handleggjum og fótum.

Læknar segja að næstu dagar munu leiða í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×