Sport

Luck sýndi brot af því sem koma skal

Undrabarnið Andrew Luck, sem fær það erfiða verkefni að leysa Peyton Manning af hólmi hjá Indianapolis Colts, sýndi aftur í nótt að hann hefur alla burði til þess að standa sig í NFL-deildinni í leik gegn sterku liði Pittsburgh Steelers.

Þetta var aðeins annar leikur Luck með Colts en Luck var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar.

Eftir að hafa kastað frá sér bolta og lent 14-0 undir reif Luck sig upp og kom Colts yfir, 17-14, fyrir hlé. Þar af setti hann upp flott vallarmark á nokkrum sekúndum fyrir hlé. Þóttu tilþrif hans í þeirri sókn minna mikið á Manning.

Colts tapaði leiknum á endanum, 26-24, en frammistaða Luck vakti verðskuldaða athygli þar sem hann kláraði 16 af 25 sendingum sínum í leiknum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×