Sport

Soni endurtók leikinn frá því í Peking

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Soni fagnar heimsmetinu og gullverðlaunum í London í kvöld.
Soni fagnar heimsmetinu og gullverðlaunum í London í kvöld. Nordicphotos/Getty
Bandaríska sundkonan Rebecca Soni varð í kvöld fyrst kvenna til þess að verja Ólympíutitil í 200 metra bringusundi þegar hún kom fyrst í mark í úrslitasundinu. Soni setti um leið heimsmet líkt og hún gerði á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum.

Soni kom í mark á tímanum 2:19.59 mínútum. Heimsmet Soni frá því í Peking 2008 var 2:20.22 mínútur. Hún bætti metið í undanúrslitunum í gær þegar hún synti á 2:20.00.

Soni, sem er 25 ára, vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi líkt og hún gerði í Peking fyrir fjórum árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×