Sport

Myndasyrpa frá síðasta leik Rögnu Ingólfsdóttur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragna á fullri ferð í lokaleiknum í kvöld.
Ragna á fullri ferð í lokaleiknum í kvöld. Mynd/Valli
Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir hefur lagt spaðann á hilluna. Þetta tilkynnti hún blaðamönnum að loknu tapi gegn Jie Yao á Ólympíuleikunum í London í kvöld.

„Nú er ég búin að leggja spaðann á hilluna. Ég er mjög sátt við ferilinn og þessa Ólympíuleika. Þetta var síðasti leikurinn minn," sagði Ragna í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, í London.

Leikurinn í kvöld var æsispennandi og þurfti að framlengja aðra lotu þar sem jafnt var á öllum tölum. Sú hollenska hafði þó betur að lokum og tryggði sér sæti í 16 manna úrslitum badmintonkeppninnar.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdist grannt með gangi mála og náði þessum myndum.


Tengdar fréttir

Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu.

Ragna: Þetta var síðasti leikurinn minn

Ragna Ingólfsdóttir er hætt keppni í badminton. Þetta tilkynnti hún eftir tap sitt fyrir Jie Yao á Ólympíuleikunum í London í kvöld. Ragna féll úr leik eftir að hafa barist til síðasta blóðdropa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×