Sport

Birna sigraði á nýju Íslandsmeti | Hákon varði titil sinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurvegararnir Birna og Hákon við Ásvallalaug í Hafnarfirði í dag.
Sigurvegararnir Birna og Hákon við Ásvallalaug í Hafnarfirði í dag. Mynd / Egill Ingi Jónsson
Birna Björnsdóttir og Hákon Hrafn Sigurðsson, bæði úr 3SH, komu fyrst í mark á Íslandsmótinu í hálfum járnkarli en keppt var í Hafnarfirði í dag.

Birna kom í mark á tímanum 5:08.18 klst. Birna, sem varði Íslandsmeistaratitil sinn, hafði töluverða yfirburði í flokknum en næst kom Evgenia Ilyinskaya úr Ægi á 5:43.40 klst.

Birna sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hún ætlaði sér að slá Íslandsmetið hvernig sem veðuraðstæður yrði. Birna bætti Íslandsmet Helgu Árnadóttur frá 2010 um tæpar tólf mínútur.

Hákon Hrafn varði einnig Íslandsmeistaratitil sinn í karlaflokki. Hákon kom í mark á tímanum 4:27.03. Stefán Guðmundsson kom í mark fjórum mínútum á eftir Hákoni sem sagði í samtali við Fréttablaðið óttast mest samkeppni frá Stefáni.

Hákon var tæpum átta mínútum fljótari í hjólreiðunum en Stefán sem vann á í sundi og hlaupinu. Það dugði þó ekki til.

Úrslit í kvennaflokki

Birna Björnsdóttir, 3SH (5:08.18 klst)

Alma María Rögnvaldsdóttir Ægir (5.23.52 klst)

Evgenia Ilyinskaya, Ægir (5:43.41 klst)

Ólöf Pétursdóttir, Ægir (5:45.13 klst)

Úrslit í karlaflokki

Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH (4:27.03 klst)

Stefán Guðmundsson, 3SH (4:31.04 klst)

Geir ÓMarsson, Ægir (4:54.05 klst)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×