Innlent

Fjörutíu ár liðin frá Einvígi aldarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bobby Fischer bjó á Íslandi síðustu æviár sín.
Bobby Fischer bjó á Íslandi síðustu æviár sín. mynd/ pjetur.

Fjörutíu ár eru liðin í dag frá því að Einvígi aldarinnar hófst. Þá tefldu þeir Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer sína fyrstu skák hér í Reykjavík. Skákmenn munu halda upp á daginn með því að nýtt húsnæði skákfélagsins á Suðurlandi verður vígt. Það er helgað minningu Fischers og verður í senn minningarsetur um hann. Gunnar Finnlaugsson skákáhugamaður hefur haft veg og vanda að byggingu hússins. Fischer hvílir, sem kunnugt er, í Laugardælakirkjugarði á Selfossi.



„Þetta er gleðidagur í íslenskri skáksögu," segir Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins. „Við horfum um öxl til þessa atburðar sem kom Íslandi á heimskortið og bar svo sérstakan sess í skáksögunni að það er ekki lengur vísað til hans sem einvígis aldarinnar heldur einvígis allra tíma," bætir hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×